Hríseyjarkirkja

Aðventustund sunnudaginn 29. nóvember kl. 17.00. Sr. Oddur Bjarni hefur umsjón og Páll Barna annast undirleik. Að lokinni stund verður farið í kirkjugarðinn og kveikt á leiðalýsingu.
Read more

Jólaföndur í Hríseyjarskóla

Laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00 - 16.00 verður jólaföndur foreldrafélagsins í skólanum. Nemendaráð selur vöfflur, kaffi og kakó.
Read more

Möndlugrautur 28. nóvember

Laugardaginn 28. nóvember verður möndlugrautur í Hlein.
Read more

Pub Quiz á Brekku

Föstudagskvöldið 8. október kl. 21.00 heldur Pub Quiz á Brekku áfram. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum.  Sjáumst hress á Brekku.  
Read more

Söfnunar- og skemmtidagur laugardaginn 4. september.

Hinn árlegi söfnunardagur verður laugardaginn 4. september. Endilega takið daginn frá. Seldar verða vöfflur á svæðinu yfir daginn frá kl. 14.00, það er Leikklúbburinn Krafla sem mun sjá um kaffið að þessu sinni og rennur allur ágóði af sölunni til Sæborgar. Kveikt verður upp í grillunum kl 18.00 og hægt verður að kaupa sér ljúffengan kvöldmat, á matseðlinum er: Grillaður fiskur frá Hvammi, skel og franskar frá Norðurskel og hamborgarar fyrir börnin. Með þessu verður hægt að fá eitthvað ljúffengt að drekka. Allur ágóði mun renna til góðra málefna í Hrísey. Einhverjar uppákomur munu verða á sviðinu og ef einhver lumar á einhverju skemmtilegu sem við megum fá að njóta er það bara gaman. Veðurspáin er hreint út sagt stórkostleg og er það ósk okkar að sem flestir komi á svæðið og að við eigum góðan dag saman, langt fram á kvöld.  
Read more