Traktorsferðir

Í Hrísey eru traktorsferðir í heyvögnum með leiðsögn afar vinsælar. Farið er frá höfninni og endað við hús Hákarla Jörundar, tekur hver ferð um 40 mínútur.

Frá 1. júní - 31. ágúst er boðið upp á ferðir daglega, en hægt er að panta ferðir utan þess tíma og er þá greitt lágmarksgjald kr. 6.000.

Einnig er boðið upp á vitaferðir en útsýnið við vitann er stórkostlegt og sólarlagið nýtur sín hvergi betur.

Nánari upplýsingar í síma 6950077 eða á hrisey@hrisey.net