Ný heimasíða Ferðamálafélags Hríseyjar

Ferðamálafélag Hríseyjar opnaði nýja heimasíðu formlega í möndlugraut í Hlein laugardaginn 28. nóvember kl. 12. 

Heimasíðan er uppfærsla í vefumsjónarkerfinu Moya frá Stefnu hugbúnaðarhúsi, en vefurinn hrisey.net hefur frá upphafi verið í Moya. Hér á síðunni er því að finna allar fréttir frá upphafi, sú fyrsta er síðan 28. janúar 2007 um opnun heimasíðunnar.

Hönnuður Stefnu hannaði síðuna en Ingólfur Sigfússon, starfsmaður Stefnu í Hrísey, gaf Ferðamálafélaginu sína vinnu við uppsetningu á síðunni og færum við honum þakkir fyrir sitt framlag til félagsins.

Efnisvinnsla er enn í fullum gangi þó vefurinn sé farinn í loftið og því mun meira efni bætast inn á síðuna á næstunni, bæði á íslensku og ensku.

Sjá myndir frá Möndlugrautnum sem Jón Sigurðsson tók.