Sjómannadagur 11. júní 2017.

Dagskrá Sjómannadagsins sunnudaginn 11. júní 2017.

Kl 10 Sigling.

Kl 11.15 Messa.

Kl 13 Víðavangshlaup. Mæting við Hríseyjarbúðina.

Í beinu framhaldi af hlaupinu verða leikir og sprell á hátíðarsvæði og við smábátabryggju. Reiptog, pokahlaup,skófluhlaup, vatnsblöðrukast, róðrarkeppni á kajökum, kappróður á gúmmíbátum fyrir börnin, sigling á björgunarsveitarbát o.fl.

Kl 15. Kaffihlaðborð í Íþróttahúsinu í samstarfi við Verbúðina 66. Hluti af innkomu rennur til Björgunarsveitar Hríseyjar.

Gengið verður í hús á föstudagskvöldinu 9. júní og seld sjómannadagsmerki.

ATH. Vakin er athygli á því að dagskráin fer fram á Sjómannadaginn sunnudaginn 11. júní en ekki á laugardeginum eins og verið hefur undanfarin ár. Hvetjum alla til að mæta og ná upp góðri stemningu og hafa gaman saman :)