„Fuglar í þráð og lit“ Sýning Þórunnar Bjargar í Verbúðinni 66.

„Fuglar í þráð og lit“
Þórunn Björg Arnórsdóttir sýnir á Verbúðinni 66. Sýningin opnar á Skírdag 29. mars 2018 kl. 17:00 Þórunn Björg er áhugakona um listsköpun og hefur sótt fjölda námskeiða í gegnum árin . Verkin sem hún sýnir eru að mestu unnin á síðastliðnum mánuðum, þó eru nokkur frá árunum 2011 og 2015. Þórunn Björg er búsett í Hrísey og er skólastjóri Hríseyjarskóla.