Sýning í húsi Hákarla Jörundar laugardaginn 24. september kl. 16.30

Listamaðurinn og arkitektinn Karolína Kotnour býr til hljóðklippimynd af 12 ólíkum stöðum í Hrísey. Um er að ræða hljóðræna innsetningu sem afhjúpar tengsl milli  náttúrulegra hljóðmynstra og mannlegra  í opnu  landslagi Hríseyjar. 
Inn í hljóðmyndina er blandað undirleik sem samanstendur af 12 nótum krómatíska  nótnaskalans. Hver staður hefur sína einstöku tónlist og stöðu í  samsetningu  á hljóðmynstri Hríseyjar. Stakar upptökur tákna einnig afmarkaðar leiðir til þessara  staða.

Opið alla daga kl. 13:00 - 15:00 og eftir samkomulagi til 30. september.