Skapað af eyju - Hrísey með okkar augum

„Skapað af eyju - Hrísey með okkar augum" er samsýning Hríseyinga og gesta þeirra á alls kyns munum og listaverkum sem tengjast veru þeirra í eyjunni. Auk þess hafa börn úr Hríseyjarskóla gert verk sérstaklega fyrir viðburðinn.

Sýning er að lýsa því hvernig lengri eða skemmri dvöl í Hrísey hefur áhrif á fólk. Hvað er að sjá? Hvað vekur áhuga í umhverfinu? Sýningin gefur okkur innsýn í það hvernig Hríseyingar horfa á heimahaga sína. Hvað er þeim sérstaklega kært? Einnig má sjá hvaða augum gestir líta Hrísey.

Sýningin er í Sæborg og opnar laugardaginn 24. september kl. 16.00 og verður opin alla daga til 29. september kl. 16.00 - 18.00