Fuglaskoðun

Allt að 40 fuglategundir verpa í Hrísey og er rjúpan mjög áberandi, enda á hún þar griðland.

Fuglaskoðunarhús
Fuglaskoðunarhús er staðsett við Lambhagatjörn og má þar sjá margar tegundir af öndum og vaðfuglum. Helstu ástæður fyrir þessu mikla fuglalífi eru að allt fugladráp og eggjataka er bönnuð í eynni og þar finnast ekki refir, minkar, mýs eða rottur.