Hrísey - Sæluhús

Húsið í Hrísey er heilsárshús og er boðið upp á gistingu þar allt árið. Þrjú herbergi eru í húsinu. Þar geta allt að átta manns gist í einu og eru rúm fyrir sex manns ásamt svefnsófa í stofunni sem rúmar tvær manneskjur. Einnig er barnarúm. Allur almennur búnaður er í húsinu og má þar nefna, þvottavél og heitan pott að auki.  

Húsið sem er á yndislegum stað í eyjunni var byggt og tekið í notkun þann 29.maí árið 2015. Húsið er byggt af mikilli natni og nákvæmni og með það í huga að dvölin verði sem ánægulegust og að gestum líði sem best. Stórkostlegt útsýni er frá húsinu yfir Eyjafjörðinn og má þar sjá fjölskrúðugt fuglalíf, báta sigla hjá og á góðum degi hvali og önnur sjávarspendýr.  

Hrísey er dásamlegur staður þar sem margt er í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Gestrisni eyjaskeggja er einstök og gaman er að spjalla við heimamenn og fræðast um eyjuna.

Sumarhús í Hrísey | Austurvegi 44 | 630 Hrísey | Sími: 896-8420| hriseycottages@gmail.com

Sumarið 2023 er fullbókað hjá okkur en eigum enn laus tímabil í haust og vetur.

Einungis hægt að bóka á Airbnb síðunni : https://www.airbnb.is/rooms/31290679?location=Hrisey%2C%20Iceland&adults=1&check_in=2020-09-30&check_out=2020-10-05&source_impression_id=p3_1592222651_J0%2FsyZslp1gyZW8f&guests=1