Hús Hákarla Jörundar

 

Í elsta húsi Hríseyjar, Húsi Hákarla Jörundar er safn tileinkað sögu Hákarla-Jörundar, einum fremsta hákarlaveiðimanns okkar Íslendinga. Safnið er einnig byggðasafn og þar er að finna bæði muni og heimildir um Hrísey í fyrri tíð. Húsið sjálft var heimili Hákarla-Jörundar hans síðustu æviár og hefur í dag verið gert upp til að hýsa muni eins og veiðarfæri til hákarlaveiða, eyfirskan árabát, myndir af hríseyskum útgerðarmönnum og konum og ýmislegt fleira áhugavert efni sem gerir sögu Hríseyjar góð skil.

Þar rekur Ferðamálafélag Hríseyjar upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, opið  eftir samkomulagi eftir 21. ágúst. Vinsamlega hafið samband á hrisey@hrisey.is