Gallerí Perla

Gallerí Perla er staðsett við höfnina í litla vínrauða húsinu sem blasir við manni um leið og ferjan leggur upp að höfninni.

Galleríið er opið á sumrin frá 15. júní - 15. ágúst alla daga vikunnar kl. 12.30-17.00, en utan þess tíma má alltaf hringja í síma 861-1305 ef áhugi er á að skoða.

Í Galleríinu eru til sölu handverk af ýmsu tagi og langflest þeirra gerð af Hríseyingum. Vöruúrvalið samanstendur m.a. af prjónavörum, skartgripum, handgerðum kertum, sultum og minjagripum.