Fjarvinnusetur Hríseyjar

Aðstaða til fjarvinnu og fjarnáms er í Hlein sem er við hliðina á skólanum, ofan við íþróttamiðstöðina. Akureyrarbær samþykkti haustið 2013 erindi þess efnis að Hríseyingar sem eru í fjarnámi eða geta unnið sín störf með fjarvinnslu, gætu fengið að hafa aðstöðu í þessari íbúð í Hlein. Síðan þá hafa bæði námsmenn og starfsfólk úr ýmsum greinum nýtt sér aðstöðuna, m.a. við fjármál, lögfræði, forritun, verkefnastjórnun, úthringingar, símsvörun og ritstörf svo eitthvað sé nefnt.

Ég og fleiri fjölskyldumeðlimir höfum nýtt okkur fjarvinnuaðstöðuna í Hlein í Hrísey undanfarin ár. Þarna er mjög góð aðstaða til að sinna fjarvinnu hvers konar og góð aðstaða til að matast og hita kaffi. Ég mæli hiklaust með þessari aðstöðu.
Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU

 

 

Norðurendi

Til staðar eru fimm borð í opnu rými þar sem hægt er að tengjast við skjá, mús, lyklaborð og heyrnatól. Eru þessi pláss hentug undir skemmri leigutíma. Þrjú skrifborð eru inni í lokuðu rými sem einnig er hægt að nýta sem fundarherbergi eða næðisrými séu borðin ekki í útleigu.

 

 

 

Suðurendi

Eitt skrifborð er inni í skrifstofurými Akureyrarbæjar og hentar það vel undir lengri leigutíma. Stórt upphækkanlegt skrifborð, tveir skjáir, lyklaborð, mús og dokka bíða þess að þú mætir og tengir tölvuna þína við sig!

 

 

Fundarherbergi

Inn af skrifstofu Akureyrarbæjar er gott fundarherbergi fyrir allt að 8 manns með upphengdum sjónvarpsskjá og vefmyndavél.

 

 

Kaffistofa

er fullbúin með ísskáp, kaffivél, eldavél, hraðsuðukatli, brauðrist og borðbúnaði. Er hún staðsett í fjarvinnusetrinu og tilheyrir bæði setrinu og skrifstofu Akureyrarbæjar.

Fundarsalur

er á milli norður og suður rýma. Hægt er að leigja salinn undir fundi og minni ráðstefnur. Hríseyjarskóli er með salinn undir mötuneyti skólans mánu- til fimmtudaga yfir skólaárið og salurinn því ekki í útleigu þá daga frá 07:00 - 14:30.

 

Verðskrá

Dagurinn: 2.600 kr.
Vika: 10.000 kr.
Mánuður: 20.000 kr.
Frítt fyrir námsmenn.

Fundarsalur: 20.000 kr.

 

Innifalið í verði er aðgangur að aðstöðunni allan sólarhringinn, nettenging (ljósleiðari),
kaffi og kaffibrauð á kaffistofu fyrir fjarvinnu/fjarnám.

Frekari upplýsingar og bókanir: asrun.yr.gestsdottir@akureyri.is og afram@hrisey.is


 

Fjarvinnusetur Hríseyjar hlaut styrk úr Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra 2022
og er samstarfsverkefni Þróunarfélags Hríseyjar og Akureyrarbæjar.

Sóknaráætlun SSNE