Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið í Hrísey er staðsett neðan við sundlaugina, beint ofan við Sæborgarfjöruna. Baðherbergis- og sturtuaðstaða fyrir tjaldsvæðisgesti er í kjallara sundlaugarinnar. Hægt er að tengjast rafmagni á tjaldsvæðinu.

Matvöruverslun, leiksvæði fyrir börn og veitingastaður eru í göngufæri við tjaldsvæðið.
Tjaldsvæðið er staðsett við sjóinn og margir segja að hvergi sé notalegra að vakna við fuglasöng og sjávarnið eins og á tjaldsvæðinu í Hrísey.

Allar nánari upplýsingar má fá í sundlauginni og í síma 461-2255.