Kelahús

 

Kelahús

 

Kelahús

Húsið er byggt um 1906 af Trausta Eyjólfssyni.

1906-1912 Hrísey hús 5- Trausti Eyjólfsson og fjölskylda.
1912-1924 Hús SS - Sigmundur Sigurðsson,Björn Helgason og fjölsk.
1924-1961 Áskelshús - Áskell Þorkelsson og fjölskylda.
1961-1968 Er húsið notað m.a. fyrir hafnarverkamenn. 
1968-1969 Hörður Þ. Snorrason og fjölskylda.
1970-1978 Ólafur Bersveinsson og fjölskylda.
1978-1983 Örn Kjartansson og fjölskylda.
1983-2000 Landbúnaðarráðuneytið.
2000         Kristinn Árnason og Bára Steinsdóttir

Húsið stendur við Austurveg og er númer 8. Árið 1913 var fyrsti síminn í Hrísey til húsa í Kelahúsi og var þar allt fram til ársins 1929. Húsið var kallað Áskelshús eftir Áskeli sem þar bjó en nafnið styttist í Kelahús. Veturinn sem Hörður bjó með fjölskyldu sinni í húsinu er stundum nefndur frostaveturinn mikli, en þá varð svo kalt að mjólkin fraus á borðinu ef hún var ekki sett strax í ísskápinn. Árið 1970 keypti Ólafur Bergsveinsson Kelahús og gerði það upp í núverandi mynd. Landbúnaðarráðuneytið keypti húsið árið 1983 og í því bjuggu bústjórar einangrunarstöðvarinnar. Húsið er í dag í eigu Kristins F. Árnasonar og Báru Steinsdóttur. Þau keyptu húsið árið 2000 en hafa búið þar frá árinu 1997.