Þróunarfélag Hríseyjar boðar til aðalfundar laugardaginn 2.nóvember 2024 kl 12:00 í Íþróttamiðstöðinni í Hrísey.
Boðið verður uppá súpu frá Veruðinni 66 í hádeginu og áætlað að fundurinn muni hefjast á hefðbundnum aðalfundarstörfum kl. 12:30.
Að aðalfundarstörfum loknum ætlar þróunarfélagið að fara yfir styrkumsókn sem var send inn á dögunum til Uppbyggingarsjóðs norðurlands eystra. Umsóknin snýr að mögulegri hótelbyggingu í Hrísey sem gæti styrk stoðir atvinnulífs og ferðaþjónustu í eyjunni á ársgrundvelli. Í framhaldinu viljum við svo eiga samtal við fundargesti um verefnisáætlun félagsins ástamt öðrum áhersluatriðum.
Það er einlæg ósk stjórnar að íbúar og aðrir áhugasamir aðilar fjölmenni á fundinn til að fá fram öflugar og uppbyggilegar umræður og ábendingar sem stjórnin mun taka saman og fara yfir í lok fundar.
Það verðum nóg um að vera í Hrísey þessa helgi svo vonandi sjáum við ykkur sem flest.
Til að áætla fjölda í mat óskum við eftir skráningu fyrir kl. 16 föstudaginn 1. nóvember.