Aðalsteinn Bergdal hlýtur heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2022

Aðalsteinn Bergdal
Aðalsteinn Bergdal

Á sumardaginn fyrsta er haldin svonefnd Vorkoma á vegum Akureyrarbæjar, þar eru veittar ýmsar viðurkenningar og í ár hlaut Aðalsteinn Bergdal heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2022 fyrir fjölbreytt og mikilsvert framlag til menningarlífs á Akureyri. En Aðalsteinn hefur búið í Hrísey síðan í lok ársins 1999 og hefur að eigin sögn hvergi unað hag sínum betur því hér er raunverulegt líf. 

Sjá nánar