Aðstoð við Grindvíkinga

Grindavík
Grindavík

Íbúar Grindavíkur neyddust til þess að yfirgefa heimili sín föstudaginn 10.nóvember og halda út í óvissu. Ekki er vitað hvenær eða hvort fólki geti snúið aftur heim. Viljum við hvetja þau sem geta að koma til aðstoðar með því að opna það húsnæði sem hægt er fyrir Grindvíkinga sem gætu viljað koma til Hríseyjar. Einnig er hægt að bjóða fram aðra aðstoð og hægt er að setja inn upplýsingar á Facebookhóp sem stofnaður var.

Hópur til aðstoðar Grindvíkinga

Einnig er hægt að skrá húsnæði hér.

Samfélagið okkar mun gera sitt allra besta til að taka á móti og hlúa að þeim sem hingað kæmu.

Einnig er hægt að hafa samband við Ásrúnu á afram@hrisey.is ef viðkomandi vill ekki auglýsa sjálfur á Facebook.