Auglýst breyting á deiliskipulagi við Austurveg

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir og eftir
Deiliskipulagsuppdráttur fyrir og eftir

Fram kemur á heimasíðu Akureyrarbæjar auglýsing um tillögu á vinnslustigi um að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg 15-21 í Hrísey.

Tillaga að breytingum er eftirfarandi:

  1. Einbýlishúsalóðinni nr. 15 við Austurveg er breytt þannig að heimilt er að byggja parhús eða fjórbýlishús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarheimild fer úr 120 m2 uppí 360 m2. Lóðin stækkar um 52 mw og fer úr 1268 m2 upp í 1320 m2.
  2. Einbýlishúsalóðinni nr. 17 við Austurveg er breytt þannig að heimilt er að byggja parhús eða fjórbýlishús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarheimild fer úr 180 m2 uppí 360 m2. Lóðin stækkar um 94 m2 og fer úr 1268 m2 upp í 1362 m2.
  3. Á einbýlishúsalóðinni nr. 19 við Austurveg er heimilt að byggja hús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarheimild fer úr 180 m2 uppí 300 m2. Lóðin minnkar um 94m2 og fer úr 1268 m2 niður í 1174 m2.
  4. Á einbýlishúsalóðinni nr. 21 við Austurveg er heimilt að byggja hús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarheimild fer úr 180 m2 uppí 300 m2. Lóðin minnkar um 94m2 og fer úr 1268 m2 niður í 1174 m2.

Hægt er að lesa nánar um tillöguna hér. Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 1.febrúar 2024.