Dreifing moltupoka og flokkun í Hrísey

Moltupokum á vegum sveitarfélagsins verður dreift í hús á næstu dögum. Það er að mestu vitað í hvaða húsum er dvalið þessa dagana og verða ekki hengdir pokar á þau hús þar sem enginn er á meðan dreifingu stendur. Moltupokarnir verða svo í Hríseyjarbúðinni og geta húseigendur sem greiða sorphirðugjöld nálgast pokana þar.

Akureyrarbær er að taka upp nýtt flokkunarkerfi og nýjar ruslatunnur á næstu vikum og mánuðum. Hægt er að lesa frétt frá Akureyrarbæ hér. Hafa þessar breytingar engin áhrif á þau sem búa í Hrísey, enda engar ruslafötur við húsin hér. Við höldum áfram að standa okkur vel í flokkun og nýtum áfram grenndargámana, flokkunarstöðina og gámasvæðið. Engar breytingar eru áætlaðar á sorphirðugjöldum á þessu ári.