Föstudagsfréttir

Hátíðarstemning í öllum litum í Hrísey
Hátíðarstemning í öllum litum í Hrísey

Það er kominn föstudagur og þá enginn venjulegur föstudagur. Hríseyjarhátíðarföstudagur!

Vikan hefur einkennst af skipulagningu og undirbúningi fyrir Hríseyjarhátíð og hafa sjálfboðaliðar unnið hörðum höndum að því að gera, græja, mála, smíða og margt margt fleira. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Takk.

Hópur vaskra manna tók sig til og gerði við sjósundstigan í vikunni við mikla gleði. Sjórinn er jafn kaldur og fara ber varlega, en núna er mun auðveldara að koma sér ofan í og upp úr aftur!

Ungmennafélagið Narfi var með bolamátun fyrir nýju Narfabúningum handa krökkunum í vikunni. Það hefur orðið félagaaukning í UMFN og við fögnum því! Fullorðnir geta keypt sér bol fyrir litar 5000kr, hafið bara samband við Hrund formann ef ykkur langar í búning. Til þess að fjármagna búningakaup hafa ungir Narfa menn og konur verið með fjáröflun í formi nammisölu og hefur hún gengið vel. Aldrei að vita nema hægt sé að kaupa aðeins meira ef birgðirnar eru orðnar hættulega lágar í nammiskápnum...

Dagskrá Hríseyjarhátíðar er hér á síðunni og við verðum virk á samfélagsmiðlum að sýna frá og auglýsa ef eitthvað breytist. Er dagskráin svolítið lifandi, bætist í ef einhverjum langar að vera með atriði, dettur út ef einhver fær slæmt frjókornaofnæmi og getur ekki komið fram o.s.frv. Létt, lifandi og skemmtilegt, alveg eins og við viljum hafa það.

Við mælum með því að fylgjast líka með Hríseyjarbúðinni á samfélagsmiðlum sem og Verbúðinni 66 þar sem opnunartímar, tilboð og ýmislegt fleira er auglýst. Það er nefninlega allt breytilegt á svona merkisdögum.

Veðurfréttir eru einfaldar. Það er bongó!

Föstudagsfréttir verða ekki mikið lengri, enda langar fréttaritara út að taka þátt í öllu því sem Hríseyjarhátíð fylgir. Hitta fólkið, hjálpa til og svo njóta!