Fréttir af Hríseyjarferju

Hríseyjarferjan Sævar
Hríseyjarferjan Sævar

Vegagerðin hefur samið við Andey um rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars út árið 2023. Andey hefur rekið ferjuna á tímabundnum samning frá áramótum en var sá samningur að renna út um mánaðarmótin mars/apríl. Hríseyjarferjan er eini þjóðvegurinn milli Hríseyjar og lands og því gott að málefni hennar séu komin á hreint út þetta ár.