Fréttir úr Hríseyjarskóla

Hríseyjarskóli er öflugur skóli með allskyns skemmtilegu starfi sem faglega er fléttað inn í námið.

Við viljum fyrst og fremst benda ykkur inn á heimasíðu skólans þar sem birtast fréttir af því hvað börnin og unglingarnir í Hrísey hafa fyrir stafni. Má þar á meðal nefna skólaþing sem haldið verður þriðjudaginn 18.október. Finna má nánari upplýsingar um það bæði á viðburðarsíðunni okkar hér til hliðar og á heimasíðu Hríseyjarskóla.

Heimasíða Hríseyjarskóla

Síðan hvetjum við ykkur til þess að kíkja á fréttaþátt skólans sem krakkarnir í yngstu deild (1.-3.bekkur) sáu um.

Fréttaþáttur Hríseyjarskóla