Hríseyjarhátíð 2023

Hátíðin verður haldin helgina 7. - 8. júlí og eru viðburðir á dagskrá á föstudegi og laugardegi. 
"Fastir liðir eins og venjulega" eru á sínum stað, Garðakaffið og óvissuferðir á föstudeginum, Hátíðarsvæðið á laugardeginum með kaffisölu kvenfélagsins, leiktæki fyrir börnin, skemmtun á sviðinu, ratleikur og hópakstur traktora.  Um kvöldið verður kvöldvakan, brekkusöngurinn og varðeldurinn. 

Við fáum líka til okkar góða gesti og má þar nefna Sigga Gunnars, Benedikt búálf, Dídí mannabarn, Kalla Örvars, Stúlla og fleiri.  
Við skorum á húseigendur að skreyta nú aðeins hjá sér og setja skemmtilegan svip á fallega þorpið okkar. 

Nánari dagskrá er í smíðum og kemur inn á síðuna um leið og hún er tilbúin.

Ferðamálafélagið.