Hríseyjarskóli leitar að umsjónarkennara

Hríseyjarskóli
Hríseyjarskóli

Hríseyjarskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á yngri deild skólans. 

 

,,Við í Hríseyjarskóla erum einmitt að leita að umsjónarkennara (yngri deild) í 100% ótímabundið starf. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2024 og aðstoð er veitt við að finna húsnæði sé þess óskað.

Hríseyjarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli þar sem hver og einn nemandi fær að njóta sín. Framtíðarsýn skólans er að vera lærdómssamfélag þar sem nemendur, foreldrar og starfsmenn eru virkir þátttakendur og allir sem komi að skólanum á einn eða annan hátt, átti sig á þeim forréttindum sem smæð samfélagsins er og nálægðin við náttúruna býður upp á. Skólinn er grænfána- og heilsueflandi skóli og er að innleiða uppbyggingastefnuna."

Helstu verkefni eru:

Kennari er hluti af kennarateymi, sinnir kennslu nemenda í samstarfi og samvinnu við aðra starfsmenn skólans og ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart skólastjóra.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla er kostur.
  • Reynsla og áhugi á teymiskennslu er æskileg.
  • Góð þekking á kennslu- og uppeldisfræðum.
  • Hefur á valdi sínu og er tilbúinn að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum sem taka mið af mismunandi þörfum, áhuga og hæfileikum nemenda.
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tölvu og tæknikunnáttu.
  • Frumkvæði og góðir skipulagshæfileikar.
  • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
  • Hæfni í samskiptum.
  • Reglusemi og samviskusemi.
  • Gott vald á íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Hrísey er lítið og þétt samfélag sem hefur upp á margt að bjóða þar sem Hríseyjarskóli er einn miðpunkturinn. Endilega heimsækið heimasíðu skólans og sjáið sjálf þeirra frábæra starf. Einnig er skólinn með Facebooksíðu sem hægt er að kíkja á.

Áhugasöm um starfið geta sótt um hjá Akureyrarbæ

Ef þið hafið spurningingar endilega hafið samband við Þórunni skólastjóra á netfangið thorarno@akmennt.is eða í síma 466-1763