Húsnæði óskast í Hrísey

 

Fyrirspurnir hafa borist um leiguhúsnæði frá fólki og fjölskyldum sem hafa hug á að setjast að í Hrísey en hafa átt erfitt með að finna húsnæði. Við leitum því að húsnæði í öllum stærðum og gerðum. Verið er að útbúa skrá yfir mögulegt húsnæði, til kaups og til leigu, fyrir þau sem vilja búa í Hrísey. Bæði leitum við að langtíma og skammtíma húsnæði, þó ekki til skemmri tíma en til þriggja mánaða hið minnsta.

Verkefnið Áfram Hrísey er, meðal annars, að gera greiningu á stöðu húsnæðismálum, en húsnæði er grundvöllur íbúafjölgunar. 

 

Þau sem hafa áhuga og geta leigt út húsnæði, sendið póst á afram@hrisey.is eða hafið samband í síma 866-7786 (Ásrún).