Íbúakönnun - áhrifamat á Brothættum byggðum verkefni
KPMG hefur verið fengið til þess að vinna áhrifamat/úttekt á verkefninu um Brothættar byggðir fyrir Byggðastofnun þar sem mat verður lagt á áhrif verkefnisins í öllum byggðarlögum sem tekið hafa þátt undir merkjum Brothættra byggða frá árinu 2013. Lokið hefur verið við að taka viðtöl við einstaka viðmælendur sem og rýnihópa vegna verkefnisins með það að markmiði að rýna í núverandi verklag og greina úrbótatækifæra.
Er núna verið að óska eftir sjónarmiðum íbúa í viðkomandi byggðarlögum til að fá frekari innsýn í verklag, árangur og áhrif verkefnisins. Það hefur því verið sett upp íbúakönnun sem við biðjum íbúa að taka þátt í og svara fyrir Hrísey og verkefnið Hrísey -perla Eyjafjarðar. Könnunin er opin til og með 23.júní nk.