Kvenfélag Hríseyjar í fjáröflun
21.11.2023
Kvenfélag Hríseyjar er með bókina Tíminn minn til sölu sem fjáröflun fyrir félagið.
Kvenfélagið hefur verið ötult að styðja við þörf verkefni jafnt innan Hríseyjar sem og málefni í nærsveitum. Við búum vel að því að hafa öflugt starfandi kvenfélag í Hrísey og hvetjum þau sem áhuga og getu hafa til þess að styrkja félagið með kaupum á fallegri skipulagsbók.