Kvennaverkfall
Hríseyskar konur og kvár taka þátt í kvennaverkfalli þann 24.október 2023. Kvenfélag Hríseyjar hefur efnt til hópgöngu frá Hríseyjarbúðinni klukkan 11:00 fyrir þau sem ekki komast á baráttufundinn sem haldinn er á Akureyri á sama tíma.
Vegna kvennaverkfallsins hafa borist tilkynningar um lokanir eða skerta starfsemi frá eftirtöldum aðilum í Hrísey.
Hríseyjarbúðin - LOKAÐ
Bókasafn Hríseyjar - LOKAÐ
Áfram Hrísey - LOKAÐ
Félagsmiðstöðin Draumur - LOKAÐ
Íþróttamiðstöðin í Hrísey - Opnar klukkan 17:00
Við hvetjum allar sem geta til þess að taka þátt í verkfallinu og á þeim heimilum þar sem feður eru, að þeir taki á sig alla ábyrgð heimilisverka, þriðju vaktina og umönnun barna og ættingja.