Notkun rauðra og grænna ferjumiða hætt um áramót.

Hríseyjarferjan Sævar
Hríseyjarferjan Sævar

Þær breytingar verða nú um áramót að dreifingu og notkun ferjumiða til lögheimilisíbúa í Hrísey verður hætt.

Akureyrarbær og Almenningssamgöngur hafa unnið að því í sameiningu að finna aðrar hagkvæmari og umhverfisvænni lausnir. Framvegis verður fjöldi íbúa í hverri ferð talinn og skráður beint inn í rafrænt kerfi. 

Verklag helst óbreytt fyrir þau sem eru með afsláttarmiða og þau sem kaupa stakar ferðir. 

Það verða viðbrigði fyrir bæði eyjaskeggja og starfsfólk ferju þegar þessar breytingar ganga í garð núna 1.janúar. Við biðjum fólk um að sýna skilning og kurteisi ef óskað er eftir staðfestingu á lögheimili eða nafni. 

F.h Akureyrarbæjar, Ásrún Ýr Gestsdóttir.