Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð

Hrísey
Hrísey

Í dag, miðvikudaginn 13.september, opnar fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð og er opið fyrir umsóknir til 12:00 miðvikudaginn 18.október 2023.

Uppbyggingasjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styðja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnu og nýsköpun, menningu og stonf- og rekstrarstyrkir á sviði menningar (af heimasíðu SSNE)

Úthlutunarreglur, áherslur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra, matsblöð og fleiri upplýsingar um hvernig best er að vinna umsóknir má finna hér.

Við hvetjum öll þau sem luma á hugmyndum um hvernig við getum styrkt og bætt samfélagið okkar hér í Hrísey til þess að kynna sér Uppbyggingasjóðinn og svo er alltaf velkomið að senda spurningar til Ásrúnar á afram@hrisey.is.