Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingasjóð!

 

Uppbyggingasjóðurinn er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum.

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.

Í takt við sóknaráætlun landshlutans er lögð sérstök áhersla á verkefni sem snúa að umhverfismálum

Opið er fyrir umsóknir frá kl 13:00 þann 13.október til 13:00 þann 17.nóvember

 

Allar frekari upplýsingar má finna hér: Uppbyggingasjóður 

 

Við hvetjum þá sem hafa hugmyndir og áhuga til þess að sækja um! Verkefnisstýra Áfram Hrísey getur verið innan handar við gerð umsóknar ef vilji til þess er og þá er hægt að hafa samband á netfangið afram@hrisey.is