Öskudagurinn í Hrísey

Öskudagur 2024
Öskudagur 2024

Öskudagurinn í Hrísey er alltaf haldinn hátíðlegur og er árið 2024 engin undantekning.

Kötturinn verður sleginn klukkan 10:00 við búðina og svo ganga börnin saman í fyrirtæki þar sem sungið er fyrir smá gotterí og síðan er gengið í hús og sungið fyrir eyjabúa fyrir smá aur í ferðasjóð nemendafélagsins. Það er fallegur siður að börnin fari öll saman í hóp og hefur þetta verið svona eins lengi og flestir hér muna. Munið að klæða ykkur eftir veðri, það getur blásið smá og þá verður kalt.

Svo er hið sívinsæla öskudagsball klukkan 15:00 í íþróttahúsinu. Við hvetjum foreldra til þess að klæða sig upp með börnunum sínum því við á öskudegi verðum við jú öll smá börn aftur.