Óskum eftir ljósmyndum

Smábátabryggjan
Smábátabryggjan

Verkefnið Áfram Hrísey óskar eftir ljósmyndum af og úr Hrísey sem mætti nota á heimasíðu og samfélagsmiðlum. 

Myndir af náttúrunni, þorpinu og útsýninu eru sérstaklega velkomnar en passa þarf að ekki sé hægt að þekkja fólk sé það á myndinni. 

Alltaf yrði tekið fram hver á ljósmyndina verði hún notuð.

Fyrir þau sem eru til í að lána myndir sínar, endilega hafið samband á netfangið afram@hrisey.is eða í síma 866-7786.