Páskar í Hrísey 2021

Hér má sjá það helsta sem verður í boði í Hrísey um páskana og opnunartíma þjónustu og áætlun ferjunnar. 

Hér er að sjálfsögðu passað upp á sóttvarnir og gilda alveg sömu reglur og annars staðar um það, grímuskylda er í ferjunni, Hríseyjarbúðinni, sundlauginni og Verbúðinni 66.

Þjónusta og opnunartímar.

Ferjan Sævar gengur milli Hríseyjar og Árskógssands  alla daga og má finna áætlunina  hér á síðunni sem og verðskrá.
Páskaáætlun ferjunnar

Hríseyjarbúðin
Páskar 2021 - Opið alla daga nema annan í páskum, sjálfsafgreiðsluskúrinn er opinn 24/7 alla daga 

Miðvikudagur, 31. mars: 16:00-20:00
Fimmtudagur, 1. apríl: 12:00-17:00 (skírdagur)
Föstudagur, 2. apríl: 12:00-17:00 (föstudagurinn langi)
Laugardagur, 3. apríl: 12:00-17:00
Sunnudagur, 4. apríl: 12:00-17:00 (páskadagur)
Mánudagur, 5. apríl: LOKAÐ (annar í páskum)

Nánari upplýsingar um Hríseyjarbúðina

Íþróttamiðstöð/sundlaug

Lokað vegna hertra sóttvarnaraðgerða.

Verbúðin 66/ Restaurant
Páskar 2021:
Miðvikudagur 31. mars: 18:00 - 21:00 (eldhús opið til 20:30)
Fimmtudagur 1. apríl : 15:00 - 21:00 (eldhús opið til 20:30)
Föstudagur 2. apríl: 15:00 - 21:00 (eldhús opið til 20:30)
Laugardagur 3. apríl: 15:00 - 21:00 (eldhús opið til 20:30)
Sunnudagur 4. apríl: LOKAÐ
Mánudagur 5. apríl: 15:00 - 20:00

Grímuskylda (nema þegar setið er við borð)
Endilega pantið sem fyrst í síma 467-1166 ef þið viljið koma og borða eða sækja ykkur mat.
Gott að geta vitað fjölda og undirbúið komu ykkar. Endilega hafið samband ef þið eruð með hóp og viljið koma utan opnunartíma.
Sýnið tillitssemi og komið ekki inná veitingastaðinn ef þið finnið fyrir flensueinkennum.