Skemmtileg nýjung í Hríseyjarbúðinni

Pizzuseðill Hríseyjarbúðarinnar
Pizzuseðill Hríseyjarbúðarinnar

Það kom fram á facebook síðu Hríseyjarbúðarinnar fyrir helgi að eitthvað spennandi væri að fara að gerast núna í vikunni. Á mánudegi fóru að birtast myndir af pizzusneiðum með ýmsum nöfnum og loks kom mynd af heilum pizzu-matseðli! Frá og með föstudeginum 31.mars verður hægt að panta sér Hríseyjarbúðarpizzur milli 18:00 og 20:00. Skemmtileg og góð viðbót við búðina okkar!