Stigi að ferjubryggju fjarlægður

Eins og glöggir hafa tekið eftir er ekki lengur stigi frá ferjubryggju upp að veg. 

Borist höfðu ábendingar þess efnis að stiginn þarfnaðist endurbóta og eftir úttekt var hann talinn hættulegur og því fjarlægður. Tók skipulagssvið Dalvíkurbyggðar málið fyrir á fundi sínum annan nóvember og lesa má fundargerð hér.

Við vonum að nýjum stiga verði komið fyrir sem fyrst, enda er stiginn öryggisatriði þar sem ekki eru gangstéttir meðfram veginum niður að bryggju og margt fólk sem fer þar um.