Sumarstörf við Íþróttamiðstöðina í Hrísey
Íþróttamiðstöðin í Hrísey óskar eftir starfsfólki í 60 – 100% starf til sumarafleysinga. Unnið er á dag- og helgarvöktum. 
Sækja um 
Helstu verkefni eru:
- Öryggisgæsla.
 - Þjónusta við gesti staðarins.
 - Gæsla og þjónusta í búningsklefum.
 - Vinna í þvottahúsi Íþróttamiðstöðvarinnar.
 - Þrif á húsnæði og útisvæði.
 - Umsjón með tjaldsvæði.
 - Umsjón með búnaði í kjallara sundlaugar og gæði vatns.
 - Afgreiðsla.
 
Hæfniskröfur:
- Gerð er krafa um ríka þjónustulund ásamt því að eiga auðvelt með að umgangast börn sem fullorðna.
 - Góður samstarfsvilji.
 - Kröfur eru gerðar til umsækjenda að þeir hafi góða sundkunnáttu og standist hæfnispróf sundstaða samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum.
 - Reglusemi.
 - Sjálfstæð vinnubrögð.
 - Kostur er að umsækjandi hafi áður unnið við sundlaug.
 - Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.
 - Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
 
Íþróttamiðstöðin í Hrísey er reyklaus vinnustaður.
Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: launadeild@akureyri.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín H. Gísladóttir í síma 461-4455 eða á netfangi: elin@akureyri.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is
Aðgengi að tölvu og aðstoð vegna umsókna stendur til boða í Þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2023.
						
