Tilkynning frá Björgunarsveit Hríseyjar

Sala á Neyðarkallinum 2022 verður dagana 3-5.nóvember og munu félagar úr Björgunarsveit Hríseyjar ganga í hús. Því miður verður ekki tekið á móti kortagreiðslum, en boðið er upp á millifærslur og að sjálfsögðu tekið við peningum. Neyðarkallinn kostar 3.000 kr.

Við hvetjum íbúa til þess að taka vel á móti Björgunarsveitinni og að styrkja sína heimasveit með kaupum á Neyðarkallinum.

 

 

Björgunarsveit Hríseyjar