Tilkynning frá Hríseyjarferjunni

Nú hefur verið ákveðið að ferjan fari í vélaskipti og upptekt á gírum.

Það mun verða mánudaginn 17.október n.k.

Þetta er heilmikið verk og áætlað er að það taki a.m.k fjórar vikur.

Konsúll mun leysa ferjuna af þennan tíma.

Allir þungaflutningar þurfa því að fara með Sæfara.

Eins og einhverjir hafa orðið varir við erum við á annari vélinni þessa dagana eftir að tengi milli gírs og vélar gaf sig í byrjun síðustu helgar. Við verðum það þessa daga fram á mánudag

Andey ehf