Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Austurveg, Eyjabyggð og Búðartanga.

Deiliskipulagsuppdráttur fyrir og eftir
Deiliskipulagsuppdráttur fyrir og eftir

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Austurvegur 15-21, Hrísey.

Tillagan gerir ráð fyrir að breytingar verði gerðar á 4 lóðum við Austurveg 15-21. Breytingarnar eru eftirfarandi.

 

  1. Einbýlishúsalóðinni nr. 15 við Austurveg er breytt þannig að heimilt er að byggja parhús eða fjórbýlishús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarheimild fer úr 120 m2 uppí 360 m2. Lóðin stækkar um 52 m2 og fer úr 1268 m2 upp í 1320 m2.
  2. Einbýlishúsalóðinni nr. 17 við Austurveg er breytt þannig að heimilt er að byggja parhús eða fjórbýlishús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarheimild fer úr 180 m2 uppí 360 m2. Lóðin stækkar um 94 m2 og fer úr 1268 m2 upp í 1362 m2.
  3. Á einbýlishúsalóðinni nr. 19 við Austurveg er heimilt að byggja hús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarheimild fer úr 180 m2 uppí 300 m2. Lóðin minnkar um 94m2 og fer úr 1268 m2 niður í 1174 m2.
  4. Á einbýlishúsalóðinni nr. 21 við Austurveg er heimilt að byggja hús á tveimur hæðum. Hámarksbyggingarheimild fer úr 180 m2 uppí 300 m2. Lóðin minnkar um 94m2 og fer úr 1268 m2 niður í 1174 m2.

 

Tillöguuppdrætti má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 29. maí - 11. júlí 2024, á heimasíðu bæjarins á sama tíma: www.akureyri.isneðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur og á skipulagsgatt.is undir málsnúmeri : 33/2024.

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Tillaga að breyting á deiliskipulagi Austurvegar, Eyjabyggðar og Búðartanga, Hrísey - Austurvegur 15 - 21 (pdf).

Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 11. júlí 2024.

29. maí 2024
Skipulagsfulltrúi