Fréttir

Áfram verður fiskvinnsla í Hrísey.

Útgerðarfélagið Hvammur verður rekið áfram og verður öllum starfsmönnum boðin endurráðning. Fyrirtækið K&G í Sandgerði hefur keypt allar eignir og kvóta Hvamms. Þröstur Jóhannsson mun reka harðfiskvinnsluna áfram undir nafninu Hvammsfiskur. K&G rekur útgerð og fiskvinnslu í Sandgerði og þar starfa um 30 manns. Eigendurnir koma norður eftir helgina og skýrast þá málin betur.
Lesa meira

Loftmyndir af Hrísey.

Hér má sjá nokkrar myndir sem eru teknar á þyrluflugi frá Siglufirði til Akureyrar laugardaginn 17. maí. Myndirnar tók Sirrý Jóhannesdóttir.
Lesa meira

Rennibraut og yfirbreiðsla

Nú er framkvæmdum að mestu lokið við sundlaugina. Sett var yfirbreiðsla við laugina og rennibraut. Hér má sjá myndir af nemendum Hríseyjarskóla prufukeyra rennibrautina í sundtíma í morgun.Skoða myndir
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn 2014

Laugardaginn 3. maí verður opið í Holti kl. 13.00 - 17.00 og aðgangur ókeypis. Sjá auglýsingu
Lesa meira

Ný störf í Hrísey

Í dag átti sér stað ánægjulegur atburður í Hrísey þegar fjórir starfsmenn hófu störf hjá Tryggingamiðlun Íslands ehf. Störfin felast í því að hringja út og bjóða upp á heimsókn ráðgjafa varðandi tryggingar.  Tryggingamiðlun Íslands ehf. er ein elsta starfandi vátryggingamiðlunin hérlendis en miðlunin var stofnsett í júní árið 1997. Fyrirtækið er staðsett í Kópavogi en með ráðningu starfsmannanna í Hrísey sannast það að lítið mál er að vinna hvar sem er á landinu í dag við svona störf. 
Lesa meira

Framkvæmdir við sundlaug

Vegna framkvæmda við sundlaugina verður hún lokuð 28. apríl - 6. maí. Potturinn, vaðlaugin og Íþróttahúsið verða opin samkvæmt opnunartíma.
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn

Verður haldinn laugardaginn 3. maí. Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Á þessum degi opna söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi á fyrsta laugardeginum í maí undir heitinu Eyfirski safnadagurinn. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum.
Lesa meira

Páskar í Brekku

Skírdagur. Kökubasar kvenfélagsins kl.14:00 Opið fyrir pizzur frá kl 17:00 -20:00 Lokað Föstudaginn langa Laugardaginn 19.apríl. Opið frá kl 12:00-01. Lottó, pizzur, hamborgara. Páska Pub Quiz kl 21:00 Gleðilega páska. 
Lesa meira

Opnunartími sundlaugar.

Páskaopnun 2014 17. apríl. Skírdagur -  13.00 - 16.0018. april. Föstudagurinn langi - Lokað19. apríl. Laugardagur - 13.00 - 16.0020. apríl. Páskadagur - Lokað21. apríl. Annar í páskum - 13.00 - 16.0024. apríl. Sumardagurinn fyrsti - 13.00 - 16.001.maí. Fimmtudagur - Lokað
Lesa meira

Aðalfundur Ferðamálafélagsins

Athugið fundurinn verður kl. 16.00 ! Verður haldinn þriðjudagsinn 8. apríl í húsi Hákarla Jörundar kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf.    Stjórn Ferðamálafélags Hríseyjar
Lesa meira