21.03.2011
Opinn fundur um stöðu atvinnumála í Hrísey og áhrif þeirra á búsetu í eyjunni verður haldinn í veitingahúsinu Brekku mánudaginn 21. mars klukkan 16.00. Bæjarfulltrúum og þingmönnum kjördæmisins hefur verið sérstaklega boðið á fundinn og eru íbúar Hríseyjar og fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sérstaklega hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum um málið.
Á fundinum mun Þröstur Jóhannsson, útgerðarmaður í Hrísey, fjalla um atvinnulíf í Hrísey síðustu árin og þær breytingar sem hafa orðið, Kristinn Árnason, formaður hverfisráðs, fjallar um stöðuna eins og hún er núna, Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, ræðir um atvinnuleysi og úrræði sem eru í boði.
Lesa meira
17.03.2011
Hannyrðahelgi kvenfélagsins fellur niður.
Lesa meira
15.02.2011
Þorrablót Hríseyinga var haldið laugardaginn 12. febrúar og voru um 180 manns sem komu saman og gæddu sér á þessum þjóðlega mat. Hefðbundin skemmtiatriði voru á borðhaldinu og gerðu nefndarmenn grín af sér sjálfum og öðrum. Boðið var upp á söng, leikþætti, grín og glens og að sjálfsögðu annálinn vinsæla. Segja má að hápunktur kvöldsins sé þegar hann er lesinn. Á eftir var svo dansað við undirleik Geirmundar Valtýssonar og hljómsveitar hans fram á nótt. Hægt er að lesa annálinn hér. Hann er staðsettur undir ferðaþjónusta - Greinar
Lesa meira
08.02.2011
Upphitun fyrir þorrablótið verður í Brekku föstudagskvöldið 11. febrúar kl. 21:00. Þá verður keppt í hinni geysivinsælu spurningarkeppni "Pub Quiz". Tilvalið fyrir gesti og gangandi að mæta og taka þátt. Aðgangseyrir er kr. 250.- sem rennur beint í kaup á vinningum.
Lesa meira
20.01.2011
Laugardaginn 22. janúar verður boðið upp á fyrsta graut ársins. Allt með sama sniði og venjulega, ef þið eigið eitthvað í pokahorninu sem þið viljið leyfa okkur að njóta með ykkur þá endilega verið ófeimin.Sjáumst í Hlein í hádeginu á laugardag.
Ferðamálafélagið.
Lesa meira
05.01.2011
Betra er seint en aldrei.....
Það gleymdist að setja inn á síðuna úrslitin í jólaljósa samkeppninni árið 2010. Tilkynnt var um úrslitin í Eyjabúðinni þann 22. desember.
Að þessu sinni voru það íbúar á Austurvegi 11, Teitur Björgvinsson, Theodóra Kristjánsdóttir og fjölskylda sem unnu samkeppnina.
Þau fengu gjafakörfu frá Te&Kaffi.
Til hamingju með þetta.
Lesa meira
03.01.2011
Fjölmenni var á áramótabrennunni í Hrísey á gamlársdag. Þar var boðið upp á heilmikla flugeldasýningu sem var í boði ýmissa fyrirtækja og einstaklinga í eynni. Viljum við fyrir hönd Hríseyinga þakka þessum aðilum fyrir góða sýningu.
Lesa meira
22.12.2010
Þessi skemmtilega grein eftir hann Steina okkar "rjúpu" birtist í ársriti Fuglaverndar í ár. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Sjá hér
Lesa meira
10.12.2010
Jólabingó í Brekku þriðjudaginn 14. desember. Barnabingó kl. 15:00 og kl. 20:30 fyrir þá eldri.
Glæsilegir vinningar.
Skötuveisla 23. desember kl. 18:00.Vinsamlegast pantið fyrir 17. desember í síma 695-3737 eða 466-1737.
Lesa meira