11.11.2010
Leiðalýsing 2010.
Krossfarar Hríseyjar annast lýsingu leiða í kirkjugarðinum eins og undanfarin ár.
Kveikt verður á krossunum laugardaginn 4. desember með athöfn eins og venjulega kl. 18.00.
Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin á þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 1.800.
Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Ásgeir í síma 466-1769 eða Kristni í síma 466-1789/695-1968. Með þökk fyrir viðskiptin síðustu ár.
Jólakveðja Krossfarar Hríseyjar.
Lesa meira
04.11.2010
Hvernig væri að skella sér á jólahlaðborð í Hrísey.
Laugardaginn 27. nóvemer verður jólahlaðborð í Brekku. Að vanda verða töfraðir fram glæsilegir réttir.
Athugið að panta sem fyrst því það stefnir í fullt hús.
Tekið á móti pöntunum í síma 695-3737.
Föstudagskvöldið 26. nóvember er frátekið fyrir annað jólahlaðborð ef næg þátttaka fæst.
Lesa meira
03.11.2010
Föstudagskvöldið 5. nóvember kl. 21.00 heldur Pub Quiz á Brekku áfram. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum.
Sjáumst hress á Brekku.
Lesa meira
01.11.2010
Íbúafundur verður haldinn í Hlein miðvikudaginn 3. nóvember kl. 17.00.
Á fundinn koma bæjarstjóri og fulltrúar frá stjórnsýslunni.
Dagskrá:
1. Ávarp bæjarstjóra
2. Kosning í Hverfisráð
3. Önnur mál
Hverfisráð Hríseyjar
Lesa meira
01.11.2010
Í dag 1. nóvember tekur gildi vetraráætlun Sævars og gildir hún til 1. mars.
Sjá hér
Lesa meira
31.10.2010
Þá er komin dagsetning á þorrablótið 2011 það verður laugardaginn 12. febrúar.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar mun sjá um að halda uppi fjörinu á ballinu. Nú er um að gera að taka daginn frá.
Við lofum miklu gríni og gamni.
Nefndin
Lesa meira
19.10.2010
Föstudagskvöldið 22. október kl. 21.00 heldur Pub Quiz á Brekku áfram. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum.
Sjáumst hress á Brekku.
Lesa meira
14.10.2010
Sunnudaginn 17. október ætlar leikklúbburinn Krafla að selja kaffi og rjómapönnsur í Sæborg kl. 15. Tilvalið að koma og fá sér kaffi og með því og ræða um starfsemina og uppbygginguna á Sæborg. Verð kr. 700 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir börn.
Krafla
Lesa meira
14.10.2010
Laugardaginn 16. október verður fyrsti grauturdagur vetrarins. Að venju verðum við í Hlein og í boði er grjónagrautur og slátur. Nú er bara að mæta og eiga notalega stund saman. Sjáumst hress og kát, allir velkomnir. Sparibaukurinn verður á staðnum.
Stjórn Ferðamálafélagsins.
Lesa meira
05.10.2010
Föstudagskvöldið 8. október kl. 21.00 heldur Pub Quiz á Brekku áfram. Skipt er í lið sem spreyta sig á skemmtilegum spurningum. Verðlaun fyrir sigurliðið. Aðgangseyrir kr. 250 og rennur það óskipt til kaupa á vinningum.
Sjáumst hress á Brekku.
Lesa meira