Björgunarsveit Hríseyjar

Björgunarsveit Hríseyjar.

Formaður: Narfi Freyr Narfason

Önnur í stjórn eru: Varaformaður: Guðmundur Stefánsson

Gjaldkeri: Gestur Leó Gíslason

Meðstjórnendur: Ingimar Ragnarsson og Óðinn Þór Baldursson

Björgunarsveit Hríseyjar hefur nýlega verið að uppfæra búnað sinn til að geta enn betur sinnt útköllum í Hrísey og í sjó hér í kring. Björgunarbáturinn Kiddi sinnir bæði útköllum og sér um gleði fyrir börnin á sjómannadegi ár hvert. Einnig hefur sveitin tvenn sexhjól og snjósleða sem flytja geta slasaða og/eða veika einstaklinga.

Hefur sveitin selt Neyðarkallinn í eyjunni og hafa íbúar, fyrirtækjarekendur og aðrir verið dugleg að styrkja starfið með kaupum á kallinum. Einnig sér Björgunarsveitin um sölu á flugeldum fyrir áramót og þrettándann.

Hægt er að leggja Björgunarsveit Hríseyjar lið á styrktarreikningi sveitarinnar; 0177 - 05 - 12154 kt: 581088-2569