Hátíðarsvæðið

Svæðið fyrir neðan Hríseyjarbúðina gengur undir nafninu Hátíðarsvæðið þar sem Hríseyjarhátíðin fer að mestu þar fram. Á svæðinu er iðulega líf og fjör á sumrin þegar börn eru þar að leik.

Síðustu ár hefur verið unnið að því að bæta svæðið með allskyns leiktækjum, grillhúsi og bekkjum þar sem hægt er að tylla sér og fylgjast með leik barnanna.

Á svæðinu má meðal annars finna ærslabelg, aparólu, 9 minigolfbraut, sandkassabát, rólubekki og rólur.

Í Hríseyjarbúðinni er hægt að leigja kylfur og kúlur fyrir mini golf.