Hátíðarsvæðið

Svæðið fyrir neðan Hríseyjarbúðina gengur undir nafninu Hátíðarsvæðið þar sem Hríseyjarhátíðin fer að mestu þar fram. Á svæðinu er iðulega líf og fjör á sumrin þegar börn eru þar að leik.

Á svæðinu er ærslabelgur, aparóla, rólur, 9 minigolfbrautir, bekkir og kolagrill.

Í Hríseyjarbúðinni er hægt að leigja kylfur og kúlur fyrir mini golf.