Hríseyjarhátíð

Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert og stendur yfir heila helgi. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna,  fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.

Hríseyjarhátíðin hefst á föstudegi með því að nokkrir Hríseyingar og sumarhúsaeigendur bjóða heimafólki og gestum í kaffisopa heim í görðunum sínum. Upplagt er að rölta á milli garðanna og njóta gestrisni og samvista við skemmtilegt fólk í fallegu umhverfi. Einnig verða óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna. 

Aðaldagskráin er svo á laugardeginum, þá er í boði dagskrá frá hádegi og fram á kvöld, sem felst í dráttavélaferðum, aðgang að leiktækjum, tónlist, ratleik og fleira. Að venju endar hátíðin á kvöldvöku á sviðinu, varðeldi og brekkusöng. Hátíðin er fyrst og fremst fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í Hrísey er öll almenn þjónusta til staðar s.s verslun, veitingahús, sundlaug, tjaldsvæði og gisting. Til Hríseyjar gengur ferjan Sævar og er boðið upp á allt að níu ferðir á dag. Siglingin tekur aðeins 15 mínútur frá Árskógssandi, sem er um 35 kílómetra frá Akureyri. 

Aðgangur á hátíðina er ókeypis.

Fyrsta hátíðin var haldin árið 1997 og hér hún þá Fjölskylduhátíð í Hrísey, hefur hún verið árlegur viðburður síðan. Það er Ferðamálafélag Hríseyjar sem stendur að hátíðinni. Kennitala hátíðarinna er 700698-2119.