Gallerí Perla

Gallerí Perla er handverkshús í Hrísey, það er til húsa í gamalli verbúð sem stendur við höfnina. Stofnaður var hópur handverkskvenna í Hrísey upp úr 1990 og fékk hópurinn húsið til afnota. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu með fé sem safnað var og var vinnan við húsið sjálfboðavinna.  

Í Galleríinu er til sölu ýmislegt handverk sem að mestu er framleitt í Hrísey má þar nefna prjónavörur, skartgripir, handgerð kerti, sultur og minjagripir.

Galleríið er opið frá 15. júní - 15. ágúst alla daga vikunnar kl. 12.30-17.00 en utan þess tíma má alltaf hringja ef áhugi er á að skoða vöruúrvalið. Árlegur jólamarkaður er í lok nóvember og byrjun desember, þá fær húsið jólalegan svip og boðið upp á smákökur og súkkulaði. Nánari upplýsingar veitir Matthildur í síma 861-1305