03.04.2008
Undirbúningsfundur fyrir Fjölskylduhátíð í Hrísey 18. - 20. júlí 2008 Fundar í Hlein fimmtudaginn 3. apríl kl. 20.Okkur vantar áhugasama einstaklinga til að hjálpa okkur við að undirbúa og skipuleggja hátíðina í sumarÞeir sem vilja leggja okkur lið eru hvattir til að mæta. Stöndum saman og höldum hátíð. Undirbúningshópurinn
Lesa meira
01.04.2008
Takið frá föstudagskvöldið 25. apríl n.k. Þá verður konukvöld í Brekku og tilvalið að fara að byrja undirbúnig, fá sér neglur og fara í vax.Nánar auglýst síðar.Brekka
Lesa meira
09.04.2008
Aðalfundur.Aðalfundur Markaðsráðs Hríseyjar verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2008 kl. 20.00 í Brekku. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. Reikningar félagsins fyrir liðið reikningsár. Kosningar í trúnaðarstöður. Kosning löggilts endurskoðenda Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál.Stjórn Markaðsráðsins hvetur alla til að mæta á fundinn og hafa þannig áhrif á starf félagsins og virkni þess. Boðið verður upp á kaffi og með því.
Lesa meira
24.03.2008
Þessi frábæra mynd kom fyrir nokkru til okkar. Þetta eru hin svokölluðu Sænsku hús sem svíar byggðu í kring um aldamótin. Þeir voru hér með síldarsöltun og í öðru húsinu var verbúð yfir sumarið fyrir söltunarstúlkur. Talið er að eitt sumarið hafi dvalið í húsinu 88 stúlkur. Þar hefur án efa verið þröngt á þingi en sjálfsagt mikið fjör. Húsin voru rifin rétt upp úr 1940.
Lesa meira
10.03.2008
Í gærkvöldi sunnudagskvöldið 9. mars var haldinn fundur vegna Fjölskylduhátíðar. Á fundinn mætti stjórn Markaðsráðsins, fleiri létu ekki sjá sig. Kom það okkur á óvart þar sem könnun hefur verið á heimasíðunni um hátíðina og þar svöruðu 30 manns og 30 % af þeim voru tilbúnir í að vera í undirbúningsnefndinni. En áhugasamir geta haft sambandi við Ingimar Ragnarsson í Eyjabúðinni.
Lesa meira
10.03.2008
Síðan hefur legið niðri vegna tæknilegra örðugleika í rúmlega viku, en er nú komin í lag, vonandi til frambúðar. Við biðjumst velvirðingar á þessu.Stjórn Markaðsráðs Hríseyjar.
Lesa meira
19.02.2008
Þessa dagana er unnið að uppsetningu á vinnslulínu í verksmiðjuhúsnæði Norðurskeljar. Bláskelin fer í gegnum línuna og er afklösuð, flokkuð og spunaþráðurinn tekinn af og síðan er hún vigtuð og henni pakkað. Er hún þá tilbúin á markað. Fyrst um sinn verður skelin seld á heimamarkaði en stefnt er að því að flytja hana út.
Lesa meira
19.02.2008
Í morgun fæddist kvígukálfur í Nautabúinu. Þannig að það er ljóst að mikil gróska er í nautgriparæktinni. Kvígan er ættuð frá Ytri - Reistará og er hún svört á litinn. Ekki áttu þeir bændur alveg von á fleiri kálfum í bráð en svona er búskapurinn, alltaf eitthvað sem kemur á óvart.
Lesa meira
16.02.2008
DVD diskur sem i inniheldur ljósmyndir frá samkomum í Sæborg frá árinu 1959 til dagsins í dag, er fáanlegur hjá þorrablótsnefnd 2008. Myndir af þessum diski voru sýndar á þorrablótinu 2008.Diskurinn kostar 1000. kr. Áhugasamir hafi samband við Jóhann í síma 695-1963.
Lesa meira
10.02.2008
Mikið líf í Nautabúinu. Í dag fæddist fyrsti kálfur ársins og var honum að sjálfsögðu gefið nafnið Þorri. Gaman var að fylgjast með því í dag þegar þeir Óli Pálmi, Hrannar og Almar voru að koma kálfinum á fætur og fá kvíguna til að taka við honum. Þeir þurftu að mjólka hana og gefa kálfinum að drekka. Þarna eru sko alvöru bændur á ferð. Með þeim í rekstrinum er einnig Kristinn Árnason.
Lesa meira