Fréttir

Hríseyjarhátíð 2008 ?

  Undirbúningsfundur fyrir Fjölskylduhátíð í Hrísey  18. - 20. júlí 2008  Fundar í Hlein fimmtudaginn 3. apríl kl. 20.Okkur vantar áhugasama einstaklinga til að hjálpa okkur við að undirbúa og skipuleggja hátíðina í sumarÞeir sem vilja leggja okkur lið eru hvattir til að mæta. Stöndum saman og höldum hátíð.  Undirbúningshópurinn 
Lesa meira

Konur, konur, konur

 Takið frá föstudagskvöldið 25. apríl n.k. Þá verður konukvöld í Brekku og tilvalið að fara að byrja undirbúnig, fá sér neglur og fara í vax.Nánar auglýst síðar.Brekka  
Lesa meira

ATH breyttur fundartími

Aðalfundur.Aðalfundur Markaðsráðs Hríseyjar verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2008 kl. 20.00 í Brekku.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.  Reikningar félagsins fyrir liðið reikningsár.  Kosningar í trúnaðarstöður.  Kosning löggilts endurskoðenda  Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál.Stjórn Markaðsráðsins hvetur alla til að mæta á fundinn og hafa þannig áhrif á starf félagsins og virkni þess. Boðið verður upp á kaffi og með því. 
Lesa meira

Frábær mynd

Þessi frábæra mynd kom fyrir nokkru til okkar. Þetta eru hin svokölluðu Sænsku hús sem svíar byggðu í kring um aldamótin. Þeir voru hér með síldarsöltun og í öðru húsinu var verbúð yfir sumarið fyrir söltunarstúlkur. Talið er að eitt sumarið hafi dvalið í húsinu 88 stúlkur. Þar hefur án efa verið þröngt á þingi en sjálfsagt mikið fjör. Húsin voru rifin rétt upp úr 1940.
Lesa meira

Fundur vegna Fjölskylduhátíðar

Í gærkvöldi sunnudagskvöldið 9. mars var haldinn fundur vegna Fjölskylduhátíðar. Á fundinn mætti stjórn Markaðsráðsins, fleiri létu ekki sjá sig. Kom það okkur á óvart þar sem könnun hefur verið á heimasíðunni um hátíðina og þar svöruðu 30 manns og 30 % af þeim voru tilbúnir í að vera í undirbúningsnefndinni. En áhugasamir geta haft sambandi við Ingimar Ragnarsson í Eyjabúðinni. 
Lesa meira

Loksins, loksins

Síðan hefur legið niðri vegna tæknilegra örðugleika í rúmlega viku, en er nú komin í lag, vonandi til frambúðar. Við biðjumst velvirðingar á þessu.Stjórn Markaðsráðs Hríseyjar.  
Lesa meira

Bláskeljavinnslan að fara í gang

Þessa dagana er unnið að uppsetningu á vinnslulínu í verksmiðjuhúsnæði Norðurskeljar. Bláskelin fer í gegnum línuna og er afklösuð, flokkuð og spunaþráðurinn tekinn af og síðan er hún vigtuð og henni pakkað. Er hún þá tilbúin á markað. Fyrst um sinn verður skelin seld á heimamarkaði en stefnt er að því að flytja hana út.  
Lesa meira

Ennþá meira líf í Nautabúinu

Í morgun fæddist kvígukálfur í Nautabúinu. Þannig að það er ljóst að mikil gróska er í nautgriparæktinni. Kvígan er ættuð frá Ytri - Reistará og er hún svört á litinn. Ekki áttu þeir bændur alveg von á fleiri kálfum í bráð en svona er búskapurinn, alltaf eitthvað sem kemur á óvart.  
Lesa meira

Myndir úr Sæborg

DVD diskur sem i inniheldur ljósmyndir frá samkomum í Sæborg frá árinu 1959 til dagsins í dag, er fáanlegur hjá þorrablótsnefnd 2008. Myndir af þessum diski voru sýndar á þorrablótinu 2008.Diskurinn kostar 1000. kr. Áhugasamir hafi samband við Jóhann í síma 695-1963. 
Lesa meira

Þorraboli

  Mikið líf í Nautabúinu.  Í dag fæddist fyrsti kálfur ársins og var honum að sjálfsögðu gefið nafnið Þorri. Gaman var að fylgjast með því í dag þegar þeir Óli Pálmi, Hrannar og Almar voru að koma kálfinum á fætur og fá kvíguna til að taka við honum. Þeir þurftu að mjólka hana og gefa kálfinum að drekka. Þarna eru sko alvöru bændur á ferð. Með þeim í rekstrinum er einnig Kristinn Árnason.   
Lesa meira