Óvissuferð fullorðinna - 20 ára og eldri
Hin árlega óvissuferð á Hríseyjarhátíð verður haldin föstudaginn 11. júlí. Ferðin hefst stundvíslega kl. 22.00 svo það er um að gera að mæta tímanlega!
Miðasala verður á hátíðarsvæðinu frá kl. 21.00 - það verður posi á staðnum og tekið við greiðslum með kortum eða reiðufé.
Miðaverð er 6.000 kr.
Drykkir verða í boði og svo verður hægt að kaupa drykki síðar um kvöldið fyrir þau allra þyrstu.
Þema óvissuferðarinnar í ár er LITRÍKT - Við leitumst eftir litríkum klæðnaði, hvort sem það er blár heilgalli eða skræpótt skyrta eða eitthvað með blómamynstri. Möguleikarnir eru endalausir! Fatnaðurinn má vera einlitur eða marglitur - eina sem við biðjum um er að fólk sé litríkt en ekki í svörtum eða gráum fötum.
Verðlaun í boði fyrir litríkasta klæðnaðinn.
Aldurstakmark er 20 ár.
Sjáumst hress!
Skipuleggjendur óvissuferðarinnar í ár eru Siggi Gunnars og Sigmar Ingi.
