Hríseyjarskóli

Hríseyjarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli. Við skólann starfa skólastjóri, þrír fagmenntaðir kennarar, einn starfsmaður á leikskóladeild, skólaliði og matráður.

Leikskólinn er opinn frá 7:45 - 16:00 alla virka daga. Einnig er boðið upp á skólavistun fyrir yngstu nemendur grunnskóladeildar. Á leikskóladeildinni er unnið með dygðirnar og á þessu skólaári verður unnið með hjálpsemi, glaðværð og þolinmæði. Auk þess hefur hver mánuður sitt þema þar sem unnið er með hin ýmsu málefni s.s. sköpun, sjálfið, gamla tíma og nýja og nær- og fjær samfélagið svo eitthvað sé nefnt.  

Í grunnskóladeildinni er mikið lagt upp úr einstaklingsmiðaðri kennslu og nýtum við kosti samkennsluformsins til hins ýtrasta.

Hríseyjarskóli er í takt við samfélagið í Hrísey í umhverfismálum og þann 31.maí 2005 var Grænfáninn dregin að húni í fyrsta sinn. Umhverfissáttmáli Hríseyjarskóla er að: Endurnýta allt sem hægt er, flokka allan úrgang og spara orku.

Um áratuga skeið hefur árshátíð skólans verið haldin á sumardaginn fyrsta. Árið 2016 viljum við gera hana enn glæsilegri en venjulega vegna 110 ára afmælis skólahalds í Hrísey. Í tengslum við árshátíðina væri tilvalið að halda árgangamót og fá eldri nemendur skólans til þess að gleðjast með okkur á þessum tímamótum.

 

Skólastjóri Hríseyjarskóla er Þórunn Arnórsdóttir.

Símanúmer skólans er: 466-1763

Heimasíða skólans: http://www.hriseyjarskoli.is/